Ég ætla að segja frá hljóðfærunum mínum í þessari grein
Fyrsta hljóðfærið sem ég eignaðist er rafmagnsgítar að gerðinni Dean Playmate 09S fékk hann í ferminga gjöf ásamt Marshall Mg10 10w magnara. Síðan þá hef ég breytt gítarnum aðeins og setti á hann hvítt límband og núna lýtur hann út einsog sebra hestur, eða svona næstum því. Gítarinn er samt fínn byrjendagítar og ég tými ekki að selja hann eða eyðileggja hann því þetta er fyrsti gítarinn. Magnarinn er samt ansi skemmtilegur en bara ekki með neinn kraft til þess að hafa í hljómsveit, en nota hann aðalega núna sem æfinga magnara heima.
Svo eftir nokkur ár að hafa spilað á þetta dót ákvað ég að kaupa mér stærri magnara þar sem ég var byrjaður í hljómsveit. Ég fann svo fínann magnara í auglýsingu í fréttablaðinu frá Hljóðfærahúsinu þá var það Fender Fm 212R 100w magnari með tveim inn rásum svo að það er hægt að tengja tvo gítara í magnarann og svo hefur hann 3 rásir. Clean, Drive og More Drive mjög fínn magnari fyrir 30.000 kr
Man ekki nákvæmlega hvaða ár þetta var en stuttu síðar líklega sama ár og ég keitpi magnarann fékk ég kassagítar einhver sorp gítar frá Gítarnum að nafninu Pure Tone.... makes no sence þar sem þessi gítar er bara rusl er að spá í að gera eithvað sniðugt við hann en hef ekki ákveðið það enn
Svo árið 2006 í ágúst fór ég til spánar og var búinn að ákveða mig í að kaupa mér einn Epiphone Les Paul Standard, og tók það svaka tíma að leita að hljóðfæra búðum á svæðinu þar sem ég var en svo loksinns fann ég litla hljóðfærabúð á horni í Alicante og í glugganum sá ég hann, Epiphone Lp Std í Vintage Sunburst lit, kostaði 740 evrur á íslandi kostaði gítarinn þá 94.000 í Rín, svo ég ákvað að skella mér á hann en karlinn sem var að vinna í búðinni skyldi enga ensku og ég kunni ekkert spænksu og fyrst ætlaði ég að prufa hann, en hann bannaði mér það svo þegar ég sagði við hann að ég ætlaði að kaupa hann þá ætlaði hann að banna mér það líka. Ég reyndi að sýna honum táknmál um að kaupa hann og loksins tókst honum að fatta og gekk ég mjög ánægður útúr búðinni með gítarinn í harðri tösku
Síðan þá hef ég notað þessar græjur, en yfir tíðina hef ég safnað á mig nokkrum gítar effectum, fyrsti effectinn sem ég eignaðist var einhver Behringer Tube Overdrive sem er nú nánast bara eithvað rusl. Svo fékk ég einhverntíman Dunlop Talkbox í jólagjöf en hef ekki enn áttað mig á því hvernig ég á að fá það til að virka
en það kemur eða þá að ég selji hann.
Svo eignaðist ég Zoom Gfx-3 multieffect sem var alltof mikið fyrir mig og er hann að fara núna á næstunni. Svo fyrir stuttu keipti ég mér Boss os2, Boss TR-2 og Boss BD-2. Svo smíðaði ég effecta borð með pabba mínum og keitpi svo einn straumbreyti á það og nota brettið svoldið núna
Þetta eru semsagt þeir, Þessi viðarlitaði, Les Paulinn í miðjunni og svo Zebran við hliðiná honum. Svarta kassagítarinn á bróðir minn og Bláii Ibanezinn er í geymslu hjá mér fyrir frænda minn
Takk kærlega fyrir mig vona að fleirri notendur sendi inn grein um hljóðfærin sín