Hljóðfærin mín Hér ætla ég að segja frá helstu hljóðfærunum mínum
Byrjum á þessu
Fender Stratocaster 1989 1989 Módel af Fender Japan Stratocaster. Keypti þennann af
gamla gítarkennara mínum, Andrés Thor Jazzisti. Man fyrir u.þ.b. tveimur árum
þegar ég sá hann fyrst. Var staddur í gítartíma og við áttum að taka fyrir Jimi
Hendrix lag. Andrés mætir með þennann og kennir mér nokkur Hendrix „lick“
roosaflott. Prufaði þennann gítar og var heillaður af honum. Svo núna bara í fyrra þegar ég var farinn að
leita mér af gítar og langaði í Strat sagðist Andrés eiga einn sem hann gæti
eins selt mér, en þess má geta að hann var fyrsti eigandi og eignaðist hann 15
ára gamall. Hann mætti með hann í tíma og ég svona skoðaði hann og fékk að vita
ýmislegt um gripinn, var ekkert rosalega heillaður af útlitinu á honum fyrst og
fannst hann frekar stífur að spila annað en rythma. En hann leyfði mér að taka
hann heim og prufa hann, og þá fyrst byrjaði ég að heillast á honum. Fannst
hann allgert æði, svo mikill Hendrix fílingur í honum. Fór með hann í
Hljóðfærahúsið að láta meta hann og fékk mjög góða dóma. Svo ég skellti mér á
hann og hann er í minni eigu núna og mun vera því hann er ekki til sölu.
Fender X-155Þennann keypti ég fyrir fermingapeninganna mína. Sé nú
aðeins eftir að hafa keypt hann en þykir samt sem áður vænt um hann. Eftir að
ég fermdist og hafði efni á góðum gítar þá fór ég að leita og ætlaði að fá mér
Epy Les Paul, en því miður fyrir mig þá var hann ekki til. Svo ég fer og leita
mér og prufa þennann, og slysast eitthvernveginn til að kaupa hann. Fínn gítar
jújú en kannski ekki alveg í alla tónlist, fékk voða leið á honum um tíma.
Sonor Force 2000
Gamalt sett frá Utangarðsmönnum, má sjá t.d. í myndinni Rokk
Í Reykjavík. Æðislegt sett, tilvalið í rokkið.
Þó það sé gamalt þá finnst mér það ekki skipta neinu máli. Hef fengið
mjög góða dóma fyrir þetta sett. Keypti það af vini mínum á skít og kanil. Þá
var settið eigilega í sínu versta ástandi. Það vantaði gjórðina að framan á
bassatrommunni. Skinn og púða og plast á statífin, fyrir diskana. Og auðvitað
má ekki gleyma öllu rykinu. Hehe a.t.h.
ekki til sölu.
Er með bæði Tama og Pearl double kicker í láni
roosa
gaman
17“ Paiste Crash (brotinn L)
16“ Paiste Crash
22“ Paiste Flatride
10“ Meinl China splash (láni)
Meira á ég ekki af frátalsverðum hljóðfærum í bili